KILROY Iceland

KILROY Iceland

Viltu starfa fyrir fjölbreytt, ungt og alþjóðlegt fyrirtæki sem hefur mikla ástríðu fyrir sérsniðnar vörur og þjónustu við ungt og ævintýragjarnt fólk? Ef svarið er já þá ættir þú að sækja um starf ferðaráðgjafa hjá KILROY. KILROY Ísland er að stækka og því leitum við eftir traustum umsækjanda til þess að ganga til liðs við teymið okkar í Reykjavík.

Um Kilroy

KILROY er fyrirtæki sem sérhæfir sig í sérsniðnum vörum og þjónustu fyrir ungt fólk og stúdenta. Við höfum það að leiðarljósi að hjálpa ungu fólki og stúdentum að sjá aðra hlið á lífinu með því að ferðast og stunda nám erlendis. Hvort sem um er að ræða heimsreisu eða nám erlendis þá er markmið okkar alltaf að láta drauma viðskiptavina okkar rætast. KILROY samsteypan er ein sú stærsta á sínu sviði í Norður-Evrópu en saga okkar nær aftur til 1946. Við erum meðal þeirra fyrirtækja sem eru markaðsleiðandi í Danmörku, Belgíu, Finnlandi, Íslandi, Hollandi, Noregi, Svíþjóð og Póllandi.

Um stöðuna

Ábyrgð ferðaráðgjafa hjá KILROY felst helst í því að sjá viðskiptavinum okkar fyrir framúrskarandi þjónustu og fara fram úr söluvæntingum á vörum sem KILROY hefur upp á að bjóða. Við erum að leita eftir metnaðarfullum einstaklingi sem getur sett saman spennandi og áreiðanleg ævintýri fyrir viðskiptavini okkar. Starfinu fylgja miklar væntingar en einnig mikill stuðningur.

Um þig:

Þú hefur ferðast mikið, ert hress og skemmtileg/ur og hefur ástríðu fyrir þjónustu við viðskiptavini.

Einstaklingurinn sem við leitum að:

 • Metnaðarfull/ur og hefur skýr markmið.
 • Elskar að vinna í teymi og á auðvelt með mannleg samskipti.
 • Hlustar og ert ávalt á tánum.
 • Fljót/ur að læra.
 • Getur tamið sér sjálfstæð vinnubrögð ásamt því að klára verkefni vel og tímanlega.
 • Hefur góða tölvukunnáttu og á auðvelt með að læra á ný kerfi.

Reynsla sem við leitum eftir:

 • Viðkomandi þarf að hafa víðtæka ferðareynslu utan Evrópu.
 • Reynsla við sölustörf eða þjónustu við viðskiptavini er æskileg.
 • Reynsla við bókunarkerfi er plús.
 • Viðkomandi þarf að skilja ensku, bæði í máli og riti.
 • Viðkomandi þarf að skilja íslensku, bæði í máli og riti.

Sem vinnustaður bjóðum við upp á:

 • Metnaðarfullt samstarfsfólk í fjölbreyttu, fjörugu, ungu og alþjóðlegu vinnuumhverfi.
 • Starf með tilgangi – við látum drauma rætast.
 • Nútímalegt skrifstofuumhverfi í hjarta Reykjavíkur.
 • Starfskynningu og áframhaldandi þjálfun í starfi.
 • Samkeppnishæf laun með möguleika á bónusum og öðrum ferða- og starfsmannafríðindum

Um ráðningarferlið:

Er möguleiki á að þú og þessi staða hjá KILROY eigið saman? Ef þú færð fiðring í magann við að lesa upplýsingarnar hér fyrir ofan þá skaltu ekki hika við að sækja um með því að senda okkur umsókn og láta ferðareynslu fylgja með.

Type of employment Tillsvidareanställning
Contract type Full time
City Reykjavík
Country Iceland
Reference number 2018/5
Contact
 • Ingólfur Helgi Héðinsson, +354 5177012
Published 13.Feb.2018
Last application date 25.Feb.2018 11:59 PM CET

Tillbaka till lediga jobb